Hljóðfæraverslunin Klavier á Spáni.

Gott fólk, ég á til með að benda þeim sem eiga leið um á suðurströnd Spánar, Alicante eða þar í kring og hefur áhuga á hljóðfærum, nótnabókum og öllu sem því tilheyrir er frábær búð í Alicante, Murcia og Albacete sem heitir Klavier.  Þeir selja allt þar á milli himins og jarðar sem við kemur þessum geira, og ef þeir eiga það ekki til þá er alveg möguleiki á að biðja um að það sé pantað. Fer náttúrulega eftir því hvort fólk hefur nógan tíma til að bíða eftir vörunni.

Verðið er mjög gott, allavegana yfirleitt ódýrara en á Íslandi.  Mæli eindregið með þessari verslun, er komin með slóðina hérna til hliðar á síðuna en hún er: http://www.klavier.es.  Endilega kíkið og hikið ekki við að biðja um upplýsingar.  Vonandi getið þið notfært ykkur þessar upplýsingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég hef komið í þessa hljófæraverslun í Murcia og hún er meiriháttar. Að maður tali nú ekki um að það sé spilað eitthvað fyrir mann, það er alveg Brilljant, að ekki sé meira sagt.  Witney Houston sem dæmi og eitthvað fallegt klassíkt, það er sko algjört eyrnakonfekt. Kem örugglega við næst þegar ég verð á ferðinni.

Kveðja...... þangað til næst.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 7.5.2007 kl. 16:15

2 Smámynd: katrin sigmarsdóttir

Hæ Guðrun   er á lífi  kíki alltaf á blggið þó ég nenni ekki kvitta . það er allt í gúddí að frétta  af okkur  er að fara í bælið klukkan er hálf eitt svo góðanótt dúlla kveðja kata........

katrin sigmarsdóttir, 8.5.2007 kl. 00:29

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Takk fyrir innlitið á síðuna mína og svarið sem þú settir inn, sumir setja eitthvað inn á bloggið eins og sá sem þú svaraðir, éta þá bara upp eitthvað sem hefur verið sagt áður. Ég fór til Hjördísar í gærkvöldi og hitti þá í annað sinn Guðrúnu og Símon og var ákveðið að hittast öll í grill á laugardaginn þá eru kosningar og Euró. Það verður um nóg að tala, svo er leikhúsið á sunnudaginn.

Í gær talaði ég við Svíþjóð og gengur allt samkvæmt áætlun á þeim bæ, passinn fyrir litla manninn verður samkvæmt áætlun tilbúinn fyrir mánaðarmót. Á sama tíma hringdi Austurríkismaðurinn sem ég var að redda vegna Íslandsferðar, þ.e. hann vantaði bílaleigubíl. Ég fór á stúfana að finna út um málið og lét hann síðan fá upplýsingarnar sem voru vel þegnar, þegar fólk er ókunnugt þarf það stundum á hjálp að halda. Allavega var hann mjög þakklátur fyrir hjálpina, svo nú á ég heimboð þar, hehe.

Ég ætlaði annað, en það varð ekki úr því vegna anna í síma og tölvu  svo til Hjördísar fór ég, á eina alsherjar kjaftatörn. Heyrumst betur seinna.....Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.5.2007 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband