Erfiðir dagar!!

Úff og aftur úff þetta er ekki búin að vera vikan mín!!! Það er á hreinu, síðan á föstudag er ég næstum búin að vera fastagestur á spítölum eða hjá læknum, eini dagurinn sem ég sleppti var sunnudagur.  Sko þetta byrjaði allt á föstudaginn, við gistum auðvitað hjá Fulgen eins og vani er um helgar, nema hvað þegar ég var alveg að detta útaf eða nýsofnuð byrja ég að heyra í Perlu Líf.....oooo nenni ekki, vil ekki.  SleepingVar svo þreytt og langaði ekkert að fara fram, heyrði þá að Paloma var byrjuð að tala við hana og ég hugsaði, verð að fara fram áður en hún vekur fleiri.  Þá var greyið Paloma komin með sýkingu í puttann á að NAGA á sér neglurnar og puttana upp til agna.  Það var farið á bráðamóttöku með hana, stungið á og vesen.  

Helgin gekk svo sinn vanagang nema Perla Líf byrjaði að hósta aftur, ég var eitthvað illa fyrir kölluð á sunnudaginn, ææi það var allt svo ómögulegt....er hrædd um að manneskja sem átti ekkert skilið sem ég elska útaf lífinu hafi fengið smá af því.  En ég er víst þeim kosti gædd að ég er fljót að átta mig og biðjast afsökunnar.  Spilaði reyndar padel við fólkið sem ég er að æfa með og það bjargaði deginum!!Tounge

Svo byrjaði ballið, Perla Líf vaknaði á 2 tíma fresti eða bara hætti ekki að hósta alla nóttina, ég hélt að ég myndi farast.  Ákvað að fara með hana loksins til læknis og biðja um ofnæmis og asmapróf, var rosa jákvæð og hélt að það gengi bara sama daginn hahahaha o nei, bíða í 2 vikur.  Svona eru næturnar búnar að vera hjá mér síðan....hreinlega ekkert sofið, er hér því eins og svefngengill núna.  Var heima í gær að reyna að ná upp svefni og eitthvað náði ég mér í en ekki nóg.  Síðustu nótt fórum við meira segja á barnabráðavaktina til að vita hvort að þessir læknar gætu gefið mér einhverja lausn en....hún var hin hressasta þegar við komum þangað kl 4 í nótt.  Var búin að vekja greyið Fulgen til að hann kæmi heim til mín til að vera hjá Ólafi...þvílíkt vesen.  Nú er ég hætt, bara ligg og bæn, krosslegg fingur um að Perlan mín sofi í nótt....bara eina nótt plís.Halo

Nú set ég einn....bara einn þátt af Greys anatomy á og svo upp í rúm en þar bíður bókin eftir mér hehe. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Elsku Guðrún. Nei, ég sammála því að þetta hefur ekki verið góð vika. Set þennan karl inn til að sýna smá samúð. Vonandi kemur eitthvað jákvætt út úr þessu með Perlu Líf, það er ömurlegt þegar sagan endurtekur sig æ ofan í æ. Slæmt er þetta með Perlu Líf en ekki lagast það þegar Palóma bætist við. Ég held ég setji nú puttana í kross þér til samlætis og vona að þetta lagist, auðvitað af sjálfu sér, heh. Þvílík bjartsýni, en það dugir víst ekki annað. set hérna nokkra engla til styrktar og halds. Og segi bara GOOD LUCK.

Var að tala við Mar inni á Skypinu, hún hringdi áðan og ég var rétt komin úr sturtunni og heyrði þá símann hringja og ég helt það væri þú. Ég talaði þó nokkra stund við hana og sat bara við tölvuna næstum nakin nema eitt handklæði, svo kom Valdi inn og ég sagði honum að ég væri nú ekki alveg "decent," bara með handklæðið til skjóls. Settu ekki upp myndavélina, var hans ráð, engin hætta á því, hehe. Svo slitnaði.

Hrafnhildur var hér í nótt, við fórum út að borða í gærkvöldi og síðan keypti Hrafnhildur Stóra ótrúlega fallega rós handa Guðrúnu systir sem er laus við gipsið og við í heimsókn. Annars er Hrafnhildur á leið í heilsurækt til Póllands á mánudag, Stefanía vinkona hennar fer líka, gott mál.

Heyrumst inni á Skypinu.....mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.3.2007 kl. 13:56

2 identicon

Æi þær eru hræðilegar þessar andvökunætur  sendi þér smá póst áðan knús í klessu

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 14:30

3 Smámynd: katrin sigmarsdóttir

Hæ guðrún mín vonandi fer heilsan að lagas hjá skinninu þínu henni Perlu .Bið að heilsa öllum kveðja kata.

katrin sigmarsdóttir, 16.3.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband