Fleiri afmæli.

Jæja það eru nú ekkert smá fljótar að fljúga vikurnar núna, maður bara tekur ekki eftir neinu.  Vinnan er búin að vera ansi mikil þessa vikuna líka en þó rólegri, það er búið að klára Murciu, ótrúlegt en satt, allt komið inn í tölvuna en það eru sko 3 staðir eftir hehe.  En þetta verður sko búið mikið fyrr en í fyrra. 

Krúttið mitt átti nú afmæli í gær og það var nú ekki mikið gert svo sem, fórum til tengdó að borða með fjölskyldunni og Þurý kom með.  Henni fannst nú bara gaman að koma inn á svona spænskt heimili borða týpískan mat og vera með hehe.  Seinnipartinn komu vinafólk okkar Nando og Silvia í heimsókn með krakkana sína, við höfum ekki sést síðan fyrir jól einhvern tíma. 

Hver veit það svo ekki að það var stórleikur í fótbolta í gær og það varð náttúrulega að horfa á hann.  En þar sem þessi elska horfir nánast aldrei á fótbolta leyfði ég honum það auðvitað.  Fór með krakkana að borða á KFC og svo fóru Ólafur Ketill og Miguel í bíó en Perla Líf sem var mjög þreytt kom með mér heim.  Miguel er nú farin í skíðaferðalag með skólanum og verður í tæpa viku.  Nú eru að koma meiri próf hjá Ólafi Katli fyrir páskafríið og hann ætlar að minnka aðeins tómstundirnar eftir páska til að geta leikið við vini sína.

Ólafur Ketill og Perla Líf byrjuðu í síðustu viku á íslenskunámskeiði hjá íslenskuskólanum sem stendur í 5 vikur, en sem komið er finnst þeim þetta skemmtilegt og ég held að þeim eigi eftir að finnast það.  Ég er að fara að spila Padel á eftír í klst við stelpurnar sem eru með mér að læra padel það verður bara stuð.

Knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Til hamingju með afmælið í gær, ég sendi smá SMS í tilefni dagsins. Vonandi komst það til skila. Hitti Kristínu í fyrrakvöld, síðan kom Rúna í bæinn, hringdi og bað mig að hitta sig sem ég gerði. Það var fínt. Allt gengur eins og í sögu á þeim bæ og reyndar betur, hjúkrunarfræðingur og læknir úr gamla hópnum gengu í hjónaband á afmælisdegi hennar, hehe. Frábært.

Simmi var að klára námið og verður kaffi af því tilefni hjá Össa og Katrínu í dag kl. 4, ég er boðinn. Síðan er það brúðkaupið, fermingarnar og allt það.

Flott að heyra að íslenskunámið gengur vel og að krakkarnir hafa áhuga, það er fyrir öllu að gera námið skemmtilegt og áhugavert.

Fínt að heyra að allt er í góðum gír á Spáni, bið að heilsa öllum. Mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.3.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband