Nefndu 4 atriði.

Skipulögð, góð vinkona, bjartsýn, sveigjanleg og þolinmóð.

 Vá maður þessi leikur er rosalega flottur fyrir sjálfsálitið eins og þið sjáið.  Hann gengur semsagt í raun útá að nefna 4 atriði um sjálfa/n þig og þar af 3 jákvæð. Eins og þið sjáið hef ég legið lengi á meltunni og pælt í þessu og þetta varð úr 5 jákvæð atriði um sjálfa mig sem er yfirleitt erfiðara. Við mannfólkið erum mjög gjörn á að finna alla slæma kosti okkar og enga góða en í dag...kannski er ég bara svona hrikalega jákvæð að ég man engan mjög slæman....þó að ég viðurkenni að ég get verið OF skipulögð og þá er það ekki gott....því það jaðrar við fullkomnunaráráttu.  Hef reynt að eiga við það og róa mig niður á því sviði og gengur það nú bara svona ágætlega.

Skora á alla bloggvini mína sem kíkja hérna inn að gera þetta, nú annaðhvort inni á athugasemdunum mínum eða liggja á því og gera það á eigin bloggi.  En við höfum öll gott af að kryfja sjálf okkur og með þessum leik gerum við það að hluta.

Veit samt vel að ég hef galla eins og við öll mannfólkið og ég er ekkert að reyna að fela þá, þeim sem ég veit um reyni ég að vinna í og það gengur upp og niður.  Eins og þið vitið öll erum við misjafnlega upplögð.  

Vil minna alla á að við eigum aðeins 1 líf og það borgar sig að reyna að nota það til hins ýtrasta, njóta og ekki að eyða tímanum í að sjá eftir því sem við höldum að við höfum ekki gert vel eða rétt.  Fyrirgefning er töfraorð og gjörð, okkur líður mun betur á eftir.

Jæja nóg af sálfræðipælingum, hafið það öll mjög gott, verið góð við sjálf ykkur og ykkar nánustu.

Knús í kreppunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband