Erum komin heim.

Halló halló, já loksins læt ég vita af okkur.  Og það er bara allt gott að frétta, erum bara búin að vera koma okkur inní lífið og bjórþambið aftur hahaha.  Segi nú bara svona.  Fyrstu vikuna byrjaði skólinn náttúrulega og það þurfti að hlaupa til og kaupa bækurnar, plasta þær og svo stílabækurnar og allt þetta sem fylgir.  Padel tímarnir mínir voru byrjaðir svo ekki mátti vanta í þá, það er sko ekki hægt, þeir eru mitt líf og yndi.  Svo vorum við vinirnir á fullu að undirbúa óvænta veislu fyrir Inmu vinkonu sem varð 40 ára daginn sem ég kom tilbaka.  Þetta var stuð veisla svona hippaþema, ég fann geðveikan svona ABBA búning hann var reyndar hvítur en mjög flottur það var sko engin í líkingu við mig, þó að ég segi sjálf frá.  En við gengum sko af okkur lappirnar við að finna búninga, nærbrækur fyrir strákana sem dönsuðu FULL MONTY hahahah, eins og ég segi þetta var þvílíkt stuð.  Og Inma var gráti næst af hrifningu.

Auðvitað á þessu tímabili þarf að eyða geðveikt af peningum fyrir skóla, píanó og bara allt sem er að byrja og fara af stað,.....fyrir utan að ísskápurinn var auðvitað tómur en þetta kemur allt með kalda vatninu.  Núna í þessari viku fer svo af stað sundið hjá krökkunum en það versta er að Perla Líf er að fá þennan ljóta hósta....vona að mér takist að kýla hann niður, allavegana fór með þau til læknis um daginn og það var bara allt í besta lagi.  Þessa helgi vorum við Inma svo að keppa í Padel en það gekk nú svona lala hahahaha en það sem mestu skiptir að við skemmtum okkur vel og börnin enn betur þar sem var fullt af hlutum fyrir þau.

Já ekki má gleyma að á þriðjudaginn var frídagur hérna og mín skellti sér í hjólatúr með Martin.  Það voru bara 30km og mín tók það í nefið hahaha.  Mjög gaman svo bauð hann mér út að borða og við nutum þess í botn að vera bara 2.  Lágum svo í leti allan seinnipartinn heima hjá mér, úff það var ekkert smá notó.  En ég fékk engar harðsperrur og er ekkert smá stolt af mér.  Svo reyndar tók ég mig til aftur á fimmtudag og fór 15km bara ég ein um miðjan dag í 32°hita bara klikk....en það verður einhvern veginn að ná þessum djö kílóum af sér hehehe.  Er á niðurleið með kílóin sem ég sankaði að mér á Íslandi en sé ekki eftir að hafa fengið þau......

Jæja nóg í bili, látið heyra í ykkur.

Knús í klessu til allra.  Elskið eins og engin hafið sært ykkur......muak


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Vona bara að hóstinn lagist hjá Perlu Líf, set puttana í kross.

Vááá....flott að fara í þennan Abba búning,og FULL MONTY  í veislunni frábært.

Heyrumst,

Sóldís

Já og velkominn til Spánar.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 22.9.2008 kl. 21:15

2 identicon

Kvitt, kvitt.  Kossar og knús úr Skagafirðinum.

Þórey (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Tína

Halló skutla. Gaman að sjá hvað þér tekst alltaf að skemmta þér vel og er það aðdáunarverður eiginleiki. Vonandi er Perla Líf búin að jafna sig. Gengur ekki að byrja skólaárið svona. En viltu skila því til Ólafs að Kristján muni ekkert vera á msn þar sem hann bað Leif að taka af sér tölvuna, því hann er orðin svo svakalega háður WOW leiknum en langar samt geggjað mikið til að geta hætt. Þannig að þeir brugðu á það ráð að láta tölvuna hverfa ótímabundið.

Knús á ykkur öll skottin mín.

Tína, 26.9.2008 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband