Helgin í faðmi tengdafjölskyldunnar.

Við höfum haft það næstum of notalegt, allavegana fyrir fólk sem er eins og brjálæðingar á hjólinu og á hlaupabrettinu að ná af sér kaloríum!!! Semsagt hef lítið annað gert alla helgina en að borða.  Byrjaði nú föstudagseftirmiðdaginn á að leyfa Perlu Líf að fara með vinkonu sinni að gista og Ólafur Ketill fór í afmæli.  Ég hunskaðist í leikfimi eftir að hafa sofið síðdegisblundin og latari en nokkru sinni.  Þegar í leikfimi kom var ég með meiri kraft en oft áður, hjólaði fyrst í 45 mín og svo hljóp ég í um 20 mín var ekkert smá stolt af mér, nú gæti ég allavegana borðað í matarboðinu sem okkur var boðið í um kvöldið haha Glottandi

Kvöldverðarboðið var rosalega nice, Ólafur Ketill varð eftir heima hjá Fulgen með pabba hans og konu, þar sem Paloma átti svo að koma heim seinna.  Ég var í fyrsta skipti að hitta þetta fólk og þau voru hreint frábær, skemmtum okkur fram undir kl 1 um nóttina en þá vorum við að sofna hehe Ullandi

Laugardaginn þurfti Fulgen að rjúka út snemma til að fara að vinna, ég sinnti skyldum mínum sem tengdadóttir og fór með tengdó að borða morgunmat, sem betur fer kom Paloma með.  Svo kom í ljós að við myndum fara út að borða með kallinum og konunni hans líka en Fulgen komst ekki vegna vinnu.  Það gekk allt rosalega vel og tengdó leyfði náttúrulega engum að borða hann bauð.

Seinniparturinn var svo í rólegheitum heima hjá Chiqui og Jose, vorum þar að chilla alveg til kl 23, Laura dóttir þeirra kom og gisti hjá okkur sem var fínt.

Ótrúlegt en satt fórum að borða hjá mömmu Fulgen í dag nánast öll fjölskyldan, var fínn heimatilbúin matur en vorum ekki lengi, krakkarnir voru farin að slást og láta eins og fífl og plássið í stofunni leyfði ekki mikið.  Kíktum heim til Fulgen í smá stund en brunuðum svo til vinafólks því það var mjög mikilvægur fótboltaleikur í TV.  Ég hafði það nú bara fínt með kellingunum og krakkarnir léku sér flest á meðan, ekki þeir hörðustu í fótboltanum.

Nú er skóli á morgun og börnin farin að sofa, þreytt eftir fína helgi.  Ég ætla nú bara að hafa það náðugt líka.

Heyrumst kát.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Vá, það er sko nóg að gera hjá þér og ykkur öllum. Og það er gaman, eins gott að vera vel upplagður þegar maður er að hitta suma við einhverjar ákveðnar aðstæður. Ég meina þegar maður hefur ákveðið hlutverk. Gott að allt gengur vel á Spáni, það er reyndar alveg frábært. Ég beið í Hveragerði í dag meðan Siggi og Akemana fóru að hitta pabba þinn. Veðrið var eins og á póstkorti og ég sat bara í sólbaði í frábæru veðri og lét fara vel um mig. Það var frekar svalt í morgun en þá fór ég í hálftíma göngutúr en svo hlýnaði þegar leið á morguninn. Allt gengur vel hérna heima og mér finnst gott að hafa Sigga og Akemana hérna. Þau eru svo þægileg, það versta er að Akemana er stundum svo flögurt og þá kastar hún upp. Ég var einmitt að segja við Sigga ég hlýt að vera óvenjulega sterk á meðgöngunni því ég fann aldrei til flökurleika. Og það er sko heppni. Sumar eru svo hræðilega veikar. En vonandi lagast þetta hjá Akemane, getur verið breytingin sem orsakar þetta. Allavega þá höfum við það fínt þar fyrir utan. Bið að heilsa öllum, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 1.10.2006 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband