Jæja fyrsti dagur í menningarviku..

Halló halló, vonandi hafið þið verið dugleg að kíkja, veit að ég hef ekki sett neinar myndir ennþá en á morgun er stóri dagurinn hennar Perlu Lífar sem Friðardúfa og þá set ég inn bæði mynd af henni og Ólafi Katli og vinkonu hans Mariu del Mar sem stóðu sig frábærlega sem kynnar, hún í síðkjól og hann í svörtum buxum, skyrtu með slaufu bara flottust Svalur

Dagurinn í dag hefur verið erfiður fyrir taugarnar því ég stend enn í rugli í karlamálunum en á morgun vonandi skýrast hlutirnir eða þeir skýrast því ég er búin að fá meira en nóg!!!! Öskrandi Það er nóg af karlmönnum út um allt en það er svo helv erfitt að finna þann rétta.  Sem betur fer standa vinkonur mínar hér með mér eins og klettar og það hefur að miklu leyti haldið mér uppi.  Plús stuðningur að heiman!!

Jæja er búin að vera dugleg ætla að setja inn addressur, myndir og hluti á næstu dögum.

Knús og kossar, söknum ykkar allra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún nú skrifa ég í fyrsta skipti á bloggið þitt til prufu. Mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.4.2006 kl. 20:17

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta er flott nú get ég skrifað endalaust.Gamlir flammar eru að dúkka upp og hringja. Einn hringdi í kvöld og ég ætlaði varla að þekkja manninn. Ég er alveg útúr korti. En kannski hugsa ég málið eitthvað, sé til. Þetta er alveg ótrúlegt. Ég er bara í því að skrifa sögur og hegða mér vel í stíl við sögurnar.Svona er lífið stundum. Mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.4.2006 kl. 20:25

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir samtalið í kvöld. Mér líður betur þín vegna.
Sweet dreams.
Mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.4.2006 kl. 21:38

4 identicon

Ekki bugast kella!!!

evahronn (IP-tala skráð) 6.4.2006 kl. 23:02

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Í dag er stóri dagurinn. Dagur uppgjörs, Payday.Það er þannig í lífinu, hvort sem okkur líkar betur eða vel að við þurfum að standa andspænis sannleikanum. Og það sem hann getur verið sár.!!!!!! En á eftir kemst á jafnvægi og hjartað fer að slá eðlilega. Good Luck.
Sóldís sögumaður.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 7.4.2006 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband