Fullt af fréttum.

Er ég löt??? Það getur ekki verið.... Ja það er alltof heitt hérna núna til að vera í tölvunni, maður vill helst bara liggja í sófanum og hreyfa sig sem minnst, en ég get alveg sagt ykkur að það er mun kaldara núna í júlí heldur en oft áður.

Ja ég er nú ekki búin að kjafta frá hinu frábæra ferðalagi mínu til norður Spánar nánar tiltekið til Pontevedra um daginn.  Nú hann Fulgen minn var að vinna þar sem kennari á námskeiði og þar sem ég var ekki búin að hitta hann í rúmar 2 vikur og aldrei komið til norður Spánar ákvað ég að koma gæjanum á óvart hehe.  Þið hefðuð átt að sjá andlitið á honum en hann varð rosalega glaður í raun og við höfðum það rosalega gott þessa helgi.  Ég spókaði mig um þarna á meðan hann var að kenna, skoðaði Pontevedra, aðeins Santiago de Compostela og svo fór ég með vinkonu á strönd atlandshafsmegin sem er nú skrítið fyrir mig sem er hérna miðjarðarhafsmegin en sjórinn var ótrúlega hlýr og þetta var æðisleg ferð.  Síðasta kvöldið fórum við niður til Portúgal til Valenca og þar inni var lítill bær innan múraveggja og þar voru búðir og veitingastaðir, borðuðum rosa góða fiskirétti, lax og saltfisk og útsýnið var ekkert lítið yfir spán og portúgal á sama tíma.

Perla Líf mín varð náttúrulega lasin á meðan ég var í burtu og fékk bronkítis sem þýddi að asminn tók sig upp líka en við fórum aftur til læknis í gær og þetta er á niðurleið en það þarf samt að berja asmann aftur betur niður, hún er ótrúlega viðkvæm þetta grey.  Krakkarnir eru svo bara búin að vera í sumarskólanum alla síðustu viku og ég ákvað að fá að hafa þau þessa líka þar sem þau fara til Íslands seint á föstudagskvöld.

Ég er búin að spila padel eins og brjálæðingur og er orðin svo húkt að það er ekki fyndið.  Reyndar var ég að spila í gær og meiddi mig eitthvað í úlnliðnum og er með teygjubindi á henni en ég verð að vera orðin góð fyrir morgundaginn því þá á að spila aftur í 2 tíma.

Helgin var fín, fórum til Campoamor sem er strönd í Alicante héraði en þar var vinkona mín Henar sem var með mér á Íslandi í fyrra og kærastinn hennar, fórum að borða í Torrevieja svo vorum við á ströndinni og svo til Fulgens að gista um kvöldið.  Jæja svo sem engar brjálaðar fréttir, bara lífið gengur sinn vanagang að öðru leyti.  Erum að fara pakka fyrir Íslandsferðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

´Halló Guðrún.

Var að lesa bloggið þitt en er á lánstölvu svo ég get ekki skrifað mikið ég er rétt að átta mig á hvar sumir stafirnir eru niðurkomnir. En þetta hefst alltsaman, veðrið hérna er svipað og heima, nema annar dagurinn hér var meiriháttar sól og hiti, eins og best gerist á Spáni. Vonandi leysast málin sem eru í gangi á besta veg fyrir alla. Ég skrifa meira seinna, hittumst á Skypinu. Bið að heilsa Ólafi og Perlu Líf og þér sjálfri og segi toj...toj..toj...það er meiriháttar og gildir í öllum málum...Sóldís   Knús til allra.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.7.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband