Það á ekki af okkur að ganga!

Nú lífið gengur sinn vanagang en það er eitthvað í gangi á eftir okkur núna.  Ólafur er enn hálf skrítin, orkulaus, með höfuðverk endrum og sinnum og til að kóróna allt saman þá snéri hann á sér löppina í gær.  Hann er svo bólgin að það er ekki fyndið, stígur ekki í löppina og æðislega gaman.  Við að fara í ferðalag og Ólafur Ketill getur ekki gengið.....mér finnst þetta ekki mjög skemmtilegt uppátæki akkúrat núna en svona er þetta víst bara. Svo í morgun þegar ég hringdi á hótelið til að láta vita að við kæmum seint þá kom það í ljós að bókunin sem ég hafði gert á netinu hafði klikkað.....VIÐ ÁTTUM EKKI BÓKAÐ HERBERGI.....á síðustu stundu....helv.  Ég gat ekki hugsað um það í augnablikinu því ég þurfti að fara með Perlu Líf í skólann og Ólaf Ketil til læknis, varð allt í einu svo stressuð að það var ekki fyndið.  En sem betur fer reddaðist þetta en auðvitað var það næstum helmingi dýrara....við hverju var að búast, týpískt hjá mér.

Ja en ferðahugurinn er nú samt að komast í gang aftur og ég er búin að vera að skoða á internetinu hinar ýmsu síður með stöðum til að skoða, vatnagarðana og ýmsar upplýsingar um Mallorka.  

Nú er skólinn loksins búin og við að fara í smá frí, taka forskot á sæluna.  Í vikunni fór ég í tvöfaldan spinningtíma sem var mjög skemmtilegur en ég held að ég hafi aldrei á ævinni verið svona þreytt.  Síðasti hálftímin leið eins og skjaldbaka, en kennararnir voru frábærir og það var það sem hélt þessu uppi.  Nú er bara að liggja á ströndinni og við sundlaugina í viku og hafa það gott.  Vonandi hafið þið það öll sem best heyrumst á bakaleiðinni, verð sambandslaus á eyjunni.  KNÚSHeartCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Máltækið segir: Þegar ein báran rís.þá er önnur vís. Það á svo sannarlega við í þessu tilfelli.Ólafur sem aldrei (núna lem ég í tré) verður veikur, fær fyrst í hálsinn, síðan snýr hann uppá löppina á sér, svo hún stokkbólgnar og þarf að fara með hann til læknis útaf því máli og þá kom í ljós,( fór í blóðprufuna útaf hálsinum...Innskot, hemm) þetta með hálsinn, sökkið var ekki OK. Og síðan gróf í honum, undir nöglinni. Ég hélt nú satt að segja að það hefði liðið yfir Guðrúnu við að taka nál og hleypa greftinum undan nöglinni og sama sagan með Ólaf, en þetta gekk eins og í sögu, og það góða við þetta allt saman er að þegar hann fór í blóðprufuna og leið næstum yfir hann, kom á daginn að hann er í blóðflokki mömmu sinnar. Ég held ég loki þessum greinarskilum með öðrum málshætti: Fátt er svo með öllu illt að eigi boði gott. Og það held ég að sannist í ferðinni til Majorka, góða skemmtun.

Ég talaði við Perlu Líf á Skypinu í dag, hún hefur svo bjarta rödd og það er svo gaman að tala við hana. Það verða engar vandræðalegar þagnir, hún hefur frá nógu að segja, tilfinningar flækjast ekkert fyrir henni hún getur umvafið mann með orðum, það er henni svo eðlilegt að vera nálæg og gjöful á sjálfa sig, það er eins og hún sé stödd hjá manni þegar maður talar við hana. Þetta eru svo frábærir eiginleikar, hún er lítill Krabbi með hjartað utan á boðungnum.

Ólafur er Hrútur og hann er flottur strákur, hann er svo sem ekkert sérstaklega fyrir knús og svoleiðis, tölvur eru meira spennandi. Í skólanum mætti halda að hann hefði aukaheila, að læra utan að, er ekki mikið mál og það er reyndar sama sagan með öll önnur fög.  Bókalestur er í hávegum hafður og endalaust unnið til verðlauna og mikið lesið.

Jæja, Guðrún þetta hefur verið reynslutími en þið hafið öll staðið ykkur frábærlega vel.....húrra, húrra....fyrir ykkur. Góða ferð og enn og aftur góða skemmtun. Good Luck, ég veit það verður gaman, þessi ferð verður ævintýraferð á jákvæðum nótum. Ferðakveðjur....Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 22.6.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband