Jebb, góð helgi..

Jább haldið ekki að ég hafi fundið mér þennan fína kjól og saga til næsta bæjar að Fulgen hafi farið með mér að kíkja á hann og kaupa.  Það fannst mér nú ótrúlega merkilegt en honum fannst kjóllinn flottur eins og mér, keypti hann í flýti því að við vorum á þvílíkum hlaupum því að krakkarnir voru með Nines og hún var að fara í kvöldmat með kórnum sínum.  Reyndar fórum við í kvöldmatinn sem var í æskuumhverfi Fulgens og þó að Ólafur Ketill væri lítill þegar við komum með hita og eitthvað þá var það nú fljótt að renna af honum og hann lék sér með krökkunum sem voru þarna og auðvitað Perla Líf líka og þetta var frábært kvöld sögðu þau bæði.  Við vorum ekki komin heim fyrr en rúmlega miðnætti og seint farið að sofa.

Ma Jose dóttir Loli vinkonu minnar greiddi mér hérna á laugardagsmorguninn og það endaði með að ég ákvað að taka krakkana með í brúðkaupið því annað hefði bara verið vesen.  Perla Líf fékk þessa fínu greiðslu líka og þetta var mjög skemmtilegt brúðkaup, við entumst til að verða 21 um kvöldið og þá var í raun nóg eftir enn af skemmtun en okkur fannst nóg komið.  Ætluðum heim að slappa af og horfa á mynd en þá var spænska deildin í fótbolta ekkert smá spennandi og við urðum að sjá hana. Síðan kíktum við á mynd sem við á endanum vorum að sofna yfir.

Í dag var rólegt, borðuðum hjá Fulgen og svo heim að slaka á.  Ég og Perla Líf steinsofnuðum í sófanum en það versta er að Ólafur Ketill er enn með hita þó að hann hafi heldur lækkað en við fengum að vita hjá Nines að þetta er eitthvað í hálsinum, sýking.  Og Perla Líf er að gera mig vitlausa með hósta sem ég get ekki séð annað en að þetta sé asmi eða eitthvað, er búin að fá meira en nóg af þessu.  Nú eru ekki nema 2 vikur þangað til að við förum til Mallorka, jibby.

Meira seinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Flott þetta með kjólinn, vonandi getur þú bara notað hann áfram við öll möguleg tækifæri. Sniðugt að krakkarnir fóru líka í brúðkaupið og að þið skylduð endast svona lengi fram eftir kvöldi. Verst að Ólafur skuli vera lasin hann sem er aldrei veikur,en svona getur gerst, vonandi lagast þetta fljótt.

Flott að þið Perla Líf fenguð svona fína greiðslu fyrir brúðkaupið en þessi endalausi hósti er alveg ömurlegur og hlýtur að reyna skelfilega á ykkur báðar. Þetta virðist´endalaust, að hósta svona hlýtur að þýða að eitthvað sé að, hvað sem læknarnir segja á spítalanum. Maður er nú alltaf að vona að hóstinn lagist ykkar beggja vegna, en þetta er erfitt, að bara vona.

Það er frábært að þið skuluð vera að fara til Majorka, eftir svona stuttan tíma, húrra fyrir því. Ég vona að heilsan lagist við ferðalagið. Knús og kossar til Perlu Lífar, Ólafs og auðvitað að vanda til þín.  engill til lukkuog svo broskarl, bros er frábært veganesti.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.6.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband