Það hlaut að koma að því!!!!

Sælt veri fólkið, hér er nú bara búið að vera notalegt með gesti í heimsókn.  Reyndar byrjaði ferðin vel hjá greyið Össa og Kötu.  Á fimmtudaginn ætlaði ég að vera rosalega góð að bjóða þeim á fínan hrísgrjónastað og þau komu eftir að vera búin að rölta á markaðin og svona um bæinn til mín.  Haldið þið ekki að við lendum í 4 bíla árekstri.  Þetta er í fyrsta skiptið sem ég lendi í árekstri en einhvern tímann er allt fyrst.  En málið var að það snarhemluðu bílarnir fyrir framan okkur og ég náði sko að bremsa þó dálítið frá næsta bíl en sá sem kom á eftir var ekkert að horfa og bremsaði ekki einu sinni.   Þannig að hann lenti aftan á okkur og henti okkur vel á næsta bíl. Ég var semsagt í 100% rétti og það á að kíkja og laga bílinn minn í næstu viku. En við erum heil og það er fyrir öllu.  Reyndar þurftum við að hanga þarna með löggunni í rúman klukkutíma og þá var bara komin tími til að sækja krakkana og við ákváðum bara að fara að fá okkur kebab í verslunarmiðstöðinni.

En vikan eins og ég segi er búin að vera mjög fljót að líða og það er búið að vera frábært að hafa Össa og Kötu við erum strax farin að sakna þeirra.  Við fórum með þeim á ströndina, var reyndar hávaða rok og læti en var samt bara fínt.  Össi spilaði padel við mig, Fulgen og Miguel og svona liðu dagarnir.  Við fórum í kvöldmat á spænskavísu til Jose bróðir Fulgen og Chiqui konunar hans og fullt af nágrönnum þeirra og það var svona mjög typical spænskir réttir, alveg brilliant.

Nú er krúttið mitt að fara til Japan í kvöld og verður í viku, það verður svo sem nóg um að vera hjá okkur, það eru bara 4 fermingar á sunnudaginn.  Þurý og Steinar fara að koma tilbaka og fara reyndar næstum strax til Íslands.  Svo líður hægt og sígandi að skólaslitum, Ólafur Ketill er búin að brillera í síðustu prófum og ég óska þess að næsta ár og árin þar á eftir reynist honum svona auðveld og skemmtileg í skólanum.   Jæja hætt í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Það var þó lán í óláni að enginn slasaðist í þessum 4 bíla árekstri, þetta hefði getað farið verr. Það er þekkt fyrirbæri að fá hnykk aftan á hálsinn getur kostað allskonar vesen og veikindi.En sem betur fer fór þetta betur en á horfðist. Slæmt að þetta gerðist á fyrsta degi Össa og Kötu en sem betur fer hefur tekist að gera gott úr þessu öllu saman.

Vonandi gengur Fulgen vel í Japan og Ólafi og Perlu Líf í skólanum.

Bið að heilsa öllum ....meira seinna....Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 25.5.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband