Léttir....

Jæja held að það sé best að fara að snúa sér að einhverju öðru en þessu leiðindarmáli sem er búið að vera að standa í.  Reyndar held ég að ég sé nokkurn veginn búin að taka ákvörðun, ætla að salta kæruna í bili......en ef eitthvað vesen verður kæri ég alla sem að þessu máli komu.  En mér sýnist að þetta sé búið og léttirinn er mikill.  Þetta er búið að vera MJÖG erfitt.  Held að það skilji það allir sem eiga börn að úff þetta er spark langt fyrir neðan mitti og við viljum vernda börnin okkar og gerum næstum hvað sem er til þess.

Ja fjölskyldan er loksins flutt heim eftir næstum 3 vikur að heiman eða á hinu heimilinu.  En það er búið að ganga frábærlega hjá okkur Fulgen og í raun sambúðin á milli krakkana líka sem er frábært.  Það er búið að leika mikið í billjard maður er bara orðin góður hehe, farin að vinna Fulgen inn á milli.  Reyndar var þetta erfitt frí vegna rigninga, krakkarnir voru orðin ansi leið og sem betur fer er skólinn byrjaður aftur og sund og tennis.  Ég fór með Ólaf Ketil, Perlu Líf og Miguel í gleraugnabúð um daginn að mæla sjónina í liðinu, það kom í ljós að Ólafur Ketill þarf gleraugu en við förum til augnlæknis núna í vikunni, Perla Líf er enn með góða sjón en Miguel hefur versnaði ansi mikið líka.

Núna fer að koma að fermingunum og ég sé fram á að þetta séu allavegana 7-9 gjafir úff þetta er ótrúlegt.  En þetta verður fjör og mikið borðað ehhe.  

Var rosa dugleg og fór í spinning í dag og var ekki búin að fara í 2 vikur og svo var Padel það var gaman þó að maður sé farin að ryðga ekki búin að fara í næstum mánuð vegna rigninga og fría, en jibbý nú er maður byrjaður aftur.  Sólin er líka komin aftur og vorið loksins, er búin að vera taka til í fötum krakkana í dag, taka fram sumarfötin og aðeins að græja hehe.  En það er sko allt á uppleið. 

Knús í klessu 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gleðilegt sumar, elsku Guðrún, Ólafur og Perla Líf. Það er fínt að heyra að þið hafið það öll gott á þessu nýja sumri.

Já, og takk fyrir samtalið í gær, vonandi hefur allt gengið vel með gleraugun fyrir Ólaf það hefur mikið að segja að sjá vel. Og svo eru blessaðar fermingarnar framundan, vonandi gengur þér vel að leysa þau mál.....en þetta getur verið býsna erfitt.

Þegar þú þuldir upp öll lögin, ný og gömul, í gær fékk ég einhverja "Nostalgíu" tilfinningu. Þetta er frábært framtak hjá þér að safna og sortera svona músikina, þá getur þú alveg gengið að þessu, eftir því hvað þú vilt hlusta á. Flott.

Sumarið byrjar vel, eða hitt þá heldur, first brenna gömlu húsin í miðbænum og svo springur hita vatnsleiðsla á Laugaveginum, fínt start á nýju sumri hérna á Íslandi. En vonandi´sannar þetta gamla málsháttinn.Fall er fararheill, hehe.

Sumarkveðjur til allra.....Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.4.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband