Ofbeldi..ofverndun, hvert er heimurinn að fara!!!

Laugardagurinn var merkilegur dagur að því leyti að maður sér að heimurinn er að snúast til verri vegar á hverjum degi.   Sonur minn fór á skákmót að morgni dags en var búin um kl 12.30 og á þeim tíma gat ég alls ekki sótt hann, hann þurfti að bíða í svona 15 mín eftir mér.  En hann vildi endilega labba heim sem er ekki meira en svona 15 mín frá þeim stað þar sem hann var.  Fulgen vildi ekki sjá það að hann gerði það en við náðum ekki í hann aftur þannig að næst þegar náðist til hans var hann komin heill heim.  Fulgen sagði....við ofverndum börnin okkar í dag, ég á hans aldri labbaði yfir þvera Murciu og eins gerði ég heima í Reykjavík og það var ekkert vandamál.

Kl 15 um daginn rauk Fulgen úr afmælisveislu sem við vorum í án þess að segja nokkurt orð, mér brá en vissi ekki hvað hafði verið í símtalinu sem hann fékk frá 17 ára tengdasyninum.  Í ljós kom að þeir höfðu farið út í búð, hann og Miguel 12 ára, að kaupa klaka, þá komu einhverjir 4 gaurar og báðu þá um peningana sem þeir voru með Gaby tengdasonurinn neitaði og sagðist þurfa á þeim að halda en Miguel var eiginlega búin að koma sér þokkalega í burtu, (sem betur fer). Þegar þeir slógu Gaby en hann náði líka að hlaupa í burtu frá þeim en þeir eltu.  Hlupu þangað þar sem þeir sáu fólk og hringdu í Fulgen.....úff manni er nú ekki sama um hábjartan dag.  Ég hugsa mig sko 2var um næst þegar Ólafur Ketill ætlar að labba eitthvað einn.!!! Svona á heimurinn ekki að vera, mér finnst þetta hræðilegt. 

Til að kóróna daginn, þegar Þurý kom heim til sín kom hún að fullri götu að lögreglu og fólki útum allt.  Það hafði maður verið myrtur í þessari kyrrlátu götu sem hún býr í.  Hvert er allt að fara, þurfum við að fara búa við hræðslu að fara hvert sem er nema í fylgd!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Það virðist ekki duga til að hafa fylgdarmann, er það nema von að þú spyrjir hvert stefni eiginlega. Það er sjáanlega ekki ofverndun, að hafa áhyggjur af börnunun sínum, þó þau séu bara að fara milli húsa. Fullorðið fólk lendir í hræðilegustu krísum án þess að hafa gert nokkuð af sér, hvað þá börnin, svona árásarlið er yfirleitt einhver gengi sem gefa skít í mannslífið og hópast saman og gera árás. Í gróðaskyni og svo líka til að særa, drepa og niðurlægja. Hvað er í gangi, þetta er hrikalegt.

Það er einhver illska í gangi, og lítilsvirðing sem maður skilur ekki og labbar bara sína leið en það er sjáanlega ekki óhætt. Þurý lenti heldur betur í hryllingi, maður drepinn við húsdyrnar hjá henni, skorinn á háls. Er það nema von að ættingjarnir hafi áhyggjur, sjálf hef ég gengið áhyggjulaust mína leið, en það er sjáanlega betra að fara varlega. Það ætla ég að reyna að gera, en ég veit bara ekki hvernig maður getur varið sig. Ég held bara að betra sé að koma sér upp liði til skjóls og verndar, ég er aðeins byrjuð. Eins gott.

Vona bara að allt gangi vel, bæði með Perlu Líf og Ólaf og lífið svona yfirleitt.

Heyrumst fljótlega.....Sóldís k.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 26.3.2007 kl. 08:34

2 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Já maður er bara farinn að spyrja sig hvert þetta blessað þjóðfélag er að fara þegar fólk getur ekki gengið óhult um á þess að á það sé ráðist. Vona að Gaby og Miguel séu búnir að jafna sig á þessu svona nokkurn vegin. Það hefur samt áhrif á hvernig maður lítur í kringum sig þessa dagana þegar á fólk er ráðist.

Það hefur bara verið töluverður óhugur í mér síðan þessi blessaðir maður var drepinn hérna við hliðina. Þegar ég komst loksins upp til mín þar sem ég bý og kíkti út um gluggann þá blasti bara líkið við út um gluggann. Fyrst áttaði ég mig ekki alveg á því hvað þetta var því það hafði verið hent plasti yfir það. En ég sá einhverja hrúgu undir hvítu plasti og blóð út um allt í kring. Síðar þegar ég kíkti út um gluggann þá var búið að taka plastið ofan af manninum og hann blasti hreinlega við. Mjög óhuggulegt og mér þykir afar óþægilegt að það skuli ekki verðið búið að ná manninum sem gerði þetta.

Vona að hann finnist sem fyrst svo maður verði rólegri. Knús Þurý

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 27.3.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband