Margir í heimili.

Hæ hæ, hvað segist nú á dögum.....

Hér segjum við sko allt að kafna.....úr hita.  Það þurfti ekki meira en minn kæri bróðir og fjölskylda lentu á Spáni og hitinn rauk upp Hlæjandi.  Þau lentu á miðvikudagseftirmiðdegi og voru sko ekkert smá klár að rata beina leið til okkar.  Reyndar fórum við í heimsókn þar sem við gátum séð evrópurleikinn milli Barcelona og Arsenal á stórum skjá...Glottandi, þar var boðið upp á pizzur og þetta var rosafjör.

Síðan á fimmtudag var lallað á markaðinn en það var nú farið að hitna ansi mikið, keyptum nú ekki mikið en þetta var fínt.  Löbbuðum í Murcia Musical til að skoða og þar fengum við trommusólo og gítarspil á spænskan máta.  Fórum á Mondo Italiano að borða og átum á okkur gat af pasta, hvítlauksbrauði og góðgæti nammi namm Ullandi.  Svo fór í verr þegar við komum út, það var eins og að labba á vegg......hitinn var komin upp í 41° í forsælu úff og það átti eftir að labba heim!!! Öskrandi  Við héldum að við myndum deyja á leiðinni heim, hún var miklu lengri heldur en leiðin niðureftir. 

Við höfðum þetta af en þá var liðið náttúrulega bara búið á því!!  það var að mestu leyti bara slappað af, farið aðeins í Carrefour og síðan bara stefnt á að horfa á Silvíu Nótt sem komst svo ekki áfram úr undankeppninni haha....

Terra Mitica var heimsótt í gær og það var geggjað fjör.  Dagurinn var frábær, því hitinn var mjög passlegur og ekki mikil sól.  Næstum öll tæki prófuð og bara reglulega gaman.  Heimferðin gekk þrusuvel og svo var bara borðað og byrjað að taka sig til fyrir kvöldið. Reyndar þó að hitinn hafi ekki verið mikill voru nokkrir ansi rauðir og næstum brenndir. Því flotta liðið ætlaði nú aðeins að kíkja á lífið niðri í bæ að kvöldlagi.

Guðrún, Bella og Didda gerðu sig rosa flottar og Simmi var víst fljótastur!!!Ullandi  Það var nú engin smá athygli sem við ljóshærðu skvísurnar fengum frá gæjunum niðri í bæ hehe það var bara gaman.  Úff það getur tekið á að fá svona mikla athygli. Hlæjandi

Bæjó þangað til næst

Nú er stefnan tekin á ströndina í dag en þá verðum við víst að passa brennda fólkið hehe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Verst að hitinn er svona mikill..úff. En frábært að allt er svona vel lukkað..toj..toj...toj..Góða skemmtun áfram. Nú er ég búin að fá samþykkta söguna senda heim. Það er búið að prófarkalesa svo nú þarf ég bara að gera smábreytingar, punktar, kommur og bil.Það er eiginlega allt of sumt.Allt er í svo góðum gír,hjá ykkur og mér. Húrra fyrir því. Meira seinna.Bestu kveðjur til allra. Vonandi verður hitinn passlegur. Heyrumst. Mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.5.2006 kl. 09:05

2 identicon

Hæ dúlla sá að þú varst að bjalla í gær er búin að vera lítið heima og ekki af því að það er svo gott veður á Íslandi bbbrrrrr skítakuldi. En þetta er að skírast með baðherbergið hjá mér hehhe vonum það besta bara. Kveðja frá ruslinu hérna megin knús mua mua

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 23.5.2006 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband